Sólarmegin

Sólarmegin er hlaðvarp þar sem tvær vinkonur spjalla saman um það hvernig við getum verið aðeins meira sólarmegin í lífinu. Þær deila hefðbundnum og óhefðbundnum leiðum í átt að betri líðan fyrir líkama og sál og fá reglulega til sín góða gesti. Stjórnendur hlaðvarpsins eru Solveig María og Veronika Kristín. Solveig María er viðskiptafræðingur, afeitrunarsérfræðingur, jógakennari og hefur sérstakan áhuga á því að hjálpa fólki að endurheimta heilsuna sína. Veronika Kristín er félagsfræðingur, hefur sérstakan áhuga á núvitund og andlegri heilsu og er í eigin bataferli með Crohn’s sjúkdóminn. Markmið hlaðvarpsins er að deila reynslu og ráðum um hvað hægt er að gera til að taka þátt í eigin bata eða viðhalda góðri heilsu. Þær deila leiðum og ráðum til að stuðla að betri líðan, andlega og líkamlega. Þær fá til sín góða gesti til að ræða það sem þeim þykir mikilvægt, eins og; svefn, núvitund, mataræði, sjálfsrækt, streitustjórnun, sköpunargleði og margt fleira. Instagram: @solarmegin_

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

5 days ago

Í þessum þætti ræðum við streitu á léttu nótunum og mikilvægi þess að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig og vera meðvitaður um streitustjórnun, sérstaklega í samfélagi þar sem maður veltir því stundum fyrir sér hvort að streita sé í tísku?
Instagram: @solarmegin_

6 days ago

Í þessum þætti leyfum við þér að kynnast okkur betur, ræðum það afhverju við ákváðum að byrja með hlaðvarpið Sólarmegin og hvað við munum spjalla um næstu misserin. Við förum einnig léttlega yfir sögurnar okkar og hvernig lífsstílsferðalag okkar beggja leiddi okkur saman og hvernig það hefur hjálpað okkur að vera meira sólarmegin í lífinu.
Í þættinum fjöllum við um mikilvægi þess að taka þátt í eigin bata, hvernig ávaxtaríkt mataræði getur umbreytt lífinu og hvernig betri sjálfsumhyggja og streitustjórnun getur hjálpað til við að endurheimta góða heilsu. Við tölum einnig um meðvituð skref til að bæta andlega og líkamlega heilsu.
Komdu með okkur í ferðalag í átt að sólríkara lífi og lærðu hvernig litlar breytingar geta haft stór áhrif til lengri tíma.
Endilega fylgdu okkur á instagram: @solarmegin_

Copyright 2025 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125