
7 days ago
01. Sólarmegin - Kynning á okkur
Í þessum þætti leyfum við þér að kynnast okkur betur, ræðum það afhverju við ákváðum að byrja með hlaðvarpið Sólarmegin og hvað við munum spjalla um næstu misserin. Við förum einnig léttlega yfir sögurnar okkar og hvernig lífsstílsferðalag okkar beggja leiddi okkur saman og hvernig það hefur hjálpað okkur að vera meira sólarmegin í lífinu.
Í þættinum fjöllum við um mikilvægi þess að taka þátt í eigin bata, hvernig ávaxtaríkt mataræði getur umbreytt lífinu og hvernig betri sjálfsumhyggja og streitustjórnun getur hjálpað til við að endurheimta góða heilsu. Við tölum einnig um meðvituð skref til að bæta andlega og líkamlega heilsu.
Komdu með okkur í ferðalag í átt að sólríkara lífi og lærðu hvernig litlar breytingar geta haft stór áhrif til lengri tíma.
Endilega fylgdu okkur á instagram: @solarmegin_
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.